top of page

hvernig fer greining fram?

Greining fer oftast fram í viðtali við sérfræðing, t.d. hjá sálfræðingi eða geðlækni.

Í fyrsta lagi þarf að greina þunglyndi frá tímabundinni skapóreglu vegna líkamslegs sjúkdóms eða ástands

Einnig þarf að greina þunglyndi frá lyndisröskun vegna lyfja eða vímugjafa. Sterar geta bæði valdið þunglyndi og örlyndi, vímuefni, amfetamín og e-taflan geta valdið lífshættulegu þunglyndi í kjölfar neyslu.

 

 

hvaða meðferð er best að fá?

Ýmsir meðferðarmöguleikar eru til að takast á við þunglyndi.    Rannsóknir sýna að langflestir ná töluverðum bata eftir meðferð.       

Það er þó ýmislegt sem þarf að skoða þegar meðferð er valin, eins og t.d. hve alvarlegt þunglyndið er, hvað viðkomandi vill sjálfur og hvað læknir eða sálfræðingur hlutaðeigandi telur æskilegt.

Það hefur verið sýnt að gott sé að sameina t.d. lyfjameðferð og viðtalsmeðferð. Ávallt skal einnig hafa í huga að öll hreyfing og hollir lífshættir auka líkurnar á bata.

 

 

 

 

-Viðtalsmeðferð

það getur verið mjög gagnlegt fyrir þunglynda einstaklinga að komast í viðtalsmeðferð. Í vægari tilfellum er þetta oft eina meðferðarformið sem þarf til þess að hjálpa viðkomandi að létta sína lund.

-Hugræn atferlismeðferð

Í hugrænni atferlismeðferð við þunglyndi er unnið sérstaklega með hugsanir sjúklingsins. Meðferðin gengur út á að kenna einstaklingnum að vera gagnrýninn á þessar slæmu hugsanir í stað þess að samþykkja þær gagnrýnislaust.

-Fjölskyldumeðferð

Fjölskyldumeðferð er stundum nauðsynlegt til að ná árangri í þunglyndismeðferð, einkum ef eitthvað í samskiptamunstri fjölskyldunnar veldur þunglyndi, sú meðferð er að bjóða maka hins veika að koma með í 1 eða fleiri viðtöl eftir aðstæðum.

-Lyfjameðferð

lyfjameðferð getur verið mjög gagnleg í baráttunni við þunglyndi, þaðerhægt að velja úr mörgum lyfjategundum þessi þunglyndislyf að þau auki magn boðefnanna serótóníns í heila sem það mun minnka í alvarlegu þunglyni.

hvað getur þú gert sjálfur til að bæta vellíðan

Einkenni þunglyndis koma fram í því að fólki finnst það vera úrvinda, einskis virði, hjálparvana og vonlaust. Það er ekki skrítið að þunglyndum sé á stundum skapi næst að gefast upp. En Þunglyndið þarf ekki að vera nema tímabundið ástand.  Þunglyndi felur í sér neikvæðan hugsunarhátt sem fjarar smám saman út eftir því sem líður á meðferð. og þu getur gert það littla sem gerir þig glaða/glaðann:

•setja þér raunsæ markmið og axla ekki of mikla ábyrgð.

•kipta stórum verkefnum í smærri, forgangsraða og gera það sem þú getur þegar þú getur.

•vera innan um fólk og trúa einhverjum fyrir líðan þinni

•Fresta stórum ákvörðunum þar til þunglyndinu léttir

•Fara í meðferð og sjálfshjálp sem eikur líkurnar á betri líðan

• Leyfa vinum og vandamönnum að hjálpa þér.

bottom of page